Íslenzkir ríkisborgarar fóru fyrir nokkrum árum ránshendi um Evrópu og hirtu sparipeninga fólks. Voru hvattir áfram af forseta Íslands, sem festi orður á útrásarvíkingana. Sagði þá endurspegla hið sanna Íslendingseðli. Hér í þjóð væri eins konar erfðaefni snilldar í viðskiptum. Núna hættur að lofa bófana, en notar enn sama orðbragð þjóðrembunnar. Ólafur Ragnar Grímsson segir, að Gordon Brown eigi að biðja Íslendinga afsökunar á hryðjuverkalögunum. Væri ekki nær, að Ólafur sjálfur bæði útlendinga afsökunar á sínum stóra þætti í útrásinni? Það voru Íslendingar, sem rændu Holland og Bretland, ekki öfugt.
