Óbeit á útlendingi

Punktar

Pétur Gunnarsson, bloggari á hux.blog.is, hefur horn í síðu Paul Nikolov frambjóðanda. Pétri finnst nýbúinn hafa tæp tök á íslenzku og nefndi eitt dæmi til vitnis. Mér fannst dæmið betra en stíll margra innfæddra. Pétur óttast óþægindi og kostnað á þingi, ef Paul skilur ekki aðra eða aðrir skilja ekki hann. Ekki kemur á óvart, að Pétur er helzti jaxl Framsóknar í bloggheimum. Sú hin sama vinnumiðlun hefur lengi átt utanríkisráðherra, sem sjá um, að flóttamenn fái alls ekki landvist hér á landi. Hatur á útlendingum er rótgróið í Framsókn; ekki þarf að leita hjá Frjálslyndum.