Nýliði í verbúðunum

Veitingar

Nýliðinn í verbúðunum við Geirsgötu er Verbúð 11 og keppir við Kopar, Höfnina, Tapashúsið og Sægreifann og handan götunnar við tvö fish&chips hús. Þessi hefur þann meginkost að hafa eigin dagróðrabát, sem kemur inn að morgni. Karfi dagsins var fínn, sömuleiðis rjómuð blómkálssúpa dagsins. Eftirréttir voru enn betri, einkum bláberjaskyr, en einnig eplakaka með rifsberjum og þeyttum rjóma. Matsalurinn er einfaldur í sniðum, hóflega grófur, með aðstöðu fyrir hópa uppi á lofti. Þetta er fjölskyldufyrirtæki, sem einnig rekur Sindrafisk í næstu verbúð fyrir neðan. Gunnar Ingi Elvarsson er yfirkokkur staðarins.