Nýja íhaldið hundelt

Punktar

Nýja íhaldið liggur í sárum í vegkanti George W. Bush í Bandaríkjunum. Paul Wolfowitz er núna fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans. Donald Rumsfeld er fyrrverandi stríðsráðherra, Douglas Feith er fyrrverandi deildarstjóri stríðsráðuneytisins, Richard Perle fyrrum formaður hermálanefndarinnar, John Bolton er fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum og Lewis “Scooter” Libby er fyrrum aðstoðarmaður varaforsetans. Senn verður Alberto Gonzales fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann reyndi að fá undirskrift frá fárveikum innanríkisráðherra, Ashcroft. Það var stjórnarskrárbrot. Og Tony Blair er að hætta.