Nýfasistar ryðjast fram

Punktar

Vladimír Pútín í Rússlandi er svipaður nýfasisti og sumir ráðamenn Úkraínu, svo sem Andriy Parubiy. Stefnan minnir á Mussolini. Vex ásmegin, einkum í Austur-Evrópu, til dæmis hjá Viktor Orbán í Ungverjalandi. Einnig í Vestur-Evrópu, samanber Marine LePen í Frakklandi, Geert Wilders í Hollandi og Nigel Farage í Bretlandi. Pútín elskar karlmennsku, fyrirlítur veikgeðja lýðræði, hefur þjóðrembu á oddinum, hatar útlendinga, svo sem hælisleitendur, sígauna og gyðinga. Telur Rússa sérstæða, hafa umboð frá Guði og að Moskva sé þriðja Róm. Tónninn er svipaður víðar, leiðir nú til stríðsæsinga norðan Svartahafs.