Ný útsetning trúar

Punktar

Öldungaráð íslams-klerka í Bretlandi er að hefja útsetningu á trúnni innan ramma brezkra laga og siða á 21. öld. Með því yrði stigið mikilvægt skref til friðar milli trúarhópa í landinu. Sumir klerkar múslima hafa predikað róttæka andstöðu við vestræn gildi. Hafa stuðlað að aukinni spennu í landinu. Öldungaráðið vill draga úr spennunni. Hætta predikunum í andstöðu við vestræn gildi. Tekið verður á atriðum eins og barnagiftingum, umskurði kvenna, sæmdarmorðum og heimaofbeldi. Kannski er þarna að birtast lausn á tilveru miðaldatrúar í vestrænu samfélagi. Sem hlýtur að fela í sér aðlögun íslams að femínisma, trúleysi og vísindahyggju.