Ný og ný fordæmismál

Punktar

Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar láta viðgangast, að bankarnir hlýða ekki hæstaréttardómum. Í stað þess að endurgreiða fórnardýrum sínum heimta þeir ný og ný fordæmismál. Viðurkenna aldrei, að dómar hafi neitt marktækt fordæmisgildi. Siðleysið veldur fólki óþarfa hörmungum. Er stór þáttur í víðtæku rugli siðblindra yfirmanna bankanna. Brýnt er að hreinsa til, reka verstu bófana og fá í staðinn sæmilega siðað fólk til starfa. Jafnframt þarf að afnema bankaleynd og ríkisábyrgð og banna samkrull fjárfestingar og viðskipta. Banksterar dagsins eru nákvæmlega eins og banksterar gærdagsins.