Ný og hagnýt blaðamennska

Fjölmiðlun

Blaðamennska hefur margar hliðar. Ég kenni þær flestar á nokkrum námskeiðum á veraldarvefnum. Þar er námskeið í TEXTASTÍL, sem er brýn lexía út úr þoku akademískra fræða. Einnig námskeið í NÝMIÐLUN, sem sýnir, hvernig þú getur af litlum efnum skapað vinnu og tekjur í margmiðlun, nýmiðlun og vefmiðlun. Ennfremur er þar námskeið í MIÐLUNARTÆKNI, sem sýnir hvernig þú getur fyrir lítið fé komið þér upp tækjum og hugbúnaði til blaðamennsku, fyrir allt frá stríðsfréttaritara til þúsundþjalasmiðar í krummaskuði. Námskeiðin felast í myndskeiðum, skyggnum og texta, svo og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.