“Þið eruð ekki þjóðín”, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við andófsfólkið úr Samfylkingunni. Svo fékk hún þjóðina í skallann og neyddist til að slíta stjórnarsamstarfinu. Fór sjálf frá völdum í bili. Hún telur það nægja til að endurfæða Samfylkinguna. Meira þarf til. Hreinsa þarf út frjálshyggna Blair-ista, einkum Ingibjörgu sjálfa og Össur Skarphéðinsson. Hreinsa þarf út kjördæmispotara, einkum Kristján L. Möller. Hreinsa þarf út ráðherra og þingmenn flokksins og hleypa að nýju fólki, ekki nýrri kynslóð Blair-ista. Hugmyndafræði flokksins er í tætlum og endurfæðingin er öll í óvissu enn.
