Nútímavætt hrossabrask

Hestar

Hrossabrask er nútíma tölvuvæddur atvinnuvegur. Trippi eru skoðuð og mæld og fara á sýningar 4 vetra. Hross fá þá einkunnir fyrir gerð og kosti. Þau fá líka einkunnir frá forfeðrunum og síðar fá þær einkunnir frá afkvæmunum. Þetta eru flókin tölvudæmi. Góð hross eru útflutningsvara og geta þá kommur í einkunn reiknazt í milljónum króna. Hér í Reykjavík er stanzlaus straumur erlendra hrossakaupenda. Árangurinn er sá, að ættbókarfærð heiðurshross eru fleiri erlendis en hér heima. Í ljósi þessa bakgrunns er fráleitt að þurfa að hlusta á þvælu gegn föstum reglum um nafngiftir hrossa. Viðurkennd hrossaheiti eru hluti af öflugri markaðssetningu íslenzkra hrossa erlendis.