Núna mínir – næst hinir

Punktar

Í fjárlagaáætlun næstu fimm ára gerir Bjarni Benediktsson hvergi ráð fyrir, að greiðsluþátttaka sjúklinga verði minnkuð. Hvergi er þess getið í tölum, að heilbrigðisþjónusta ríkisins verði efld. Enda er það í samræmi við stjórn hans á fjárlögum ríkisins á þessu kjörtímabili. Heilbrigðisþjónustan hefur verið skert verulega og greiðsluþátttakan aukin. Samt lofar Bjarni mikilli eflingu heilsuþjónustu á næsta ári. Reglan er: Á yfirstandandi fjárlagaári hverju sinni hugsar Bjarni Ben bara um ættingja og auðgreifa. Á næsta  kjörtímabili hverju sinni ætlar hann bara að hugsa um almenning. 25% kjósenda ætla að kaupa þetta.