Núllið í gúrkutíð

Punktar

Í gúrkutíð er gaman að rifja upp gömul rifrildismál. Deilan um árið núll hefur risið og hnigið nokkrum sinnum. Almennt nota sagnfræðingar ekki árið núll. Hjá þeim kom árið +1 (AD) næst á eftir árinu -1 (BC). Ekki hafa allir verið sammála um það eins og sést í ýmsum heimildum. Í skáldsögum hafa atburðir verið látnir gerast árið núll. Mestu máli skipti ágreiningurinn, þegar menn þurftu að velja, hvort halda ætti 1. janúar 2000 eða 1. janúar 2001 hátíðlegan sem tímamót í tilverunni. Samkvæmt siðvenju sagnfræðinga ættu þúsaldamótin að hafa verið á nýjársnótt 1. janúar 2001. Um þetta má vel rífast til að breyta til í gúrkunni.