Nú vantar Saddam Hussein

Punktar

Hernám Íraks hefur leitt til samkeppni milli sjíta og súnníta í hatri á Bandaríkjunum. Leppríkið, sem búið var til í frjálsum kosningum, hefur snúist gegn höfundinum. Bandaríkin neita auðvitað að viðurkenna lýðræðið, nákvæmlega eins og í eftirleik kosninganna í Palestínu. Þau hafa grafið undan forsætisráðherranum Ibrahim al-Jaafari og reynt að troða inn leppum, sem sjítar fyrirlíta. Sjítar eru of fjölmennir og hafa of lengi beðið eftir völdum til að fara nú að gefa þau eftir. Á endanum neyðast Bandaríkin til að þurrka rykið af gömlum vini, Saddam Hussein.