Nú skal stöðva skrílinn

Punktar

Áður fyrr börðust nokkrir hópar valdastéttar um völdin í landinu. Áttu skrílinn með húð og hári. Gátu leyft sér að berjast innbyrðis. Ólafur Ragnar og Davíð sökuðu hvor annan um skítlegt eðli. Ekki lengur. Sameiginleg skelfing út af upprisu þjóðarinnar sameinar valdastéttina á undanhaldi hennar. Lýðræðið ber æ fastar að dyrum. Hvarvetna ryðst þjóðin fram og krefst réttar síns. Því styður Davíð núna Ólaf Ragnar sem síðasta vígi valdastéttarinnar. Honum er falið að standa í vegi stjórnarskrár fólksins. Honum er falið að vernda þrælahaldið og straum verðmæta úr landi. Forsetaframboð Ólafs Ragnars á að stöðva skrílinn.