Nothæfar lýsingar

Punktar

Gamlar mannlýsingar verða flóknari, þegar sérfræðigreinar yfirtaka orð og segja þau merkja eitt og ekki annað. Mest er um þetta í lögfræði, sem greinir milli dæmdra og ódæmdra. Og í læknisfræði, þar sem gömul orð eru látin lýsa ákveðnum sjúkdómi. Ég get sagt að pólitíkus sé bófi og að flokkur sé bófaflokkur, af því að orðið bófi er ekki skilgreint í lögum. Ég get sagt, að pólitíkus sé bilaður, klikkaður eða snarvitlaus, af því að þessi orð heyra ekki til sérgreindra sjúkdóma. Sem betur fer er íslenzkan ekki orðin svo sérhæfð, að ómögulegt sé  að skilgreina bófann Bjarna Benediktsson og bilaðan Sigmund Davíð Gunnlaugsson.