Notar ekki alla heimildina

Punktar

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins má sekta fyrirtæki um 50 milljónir króna, en notar sér það ekki. Sektaði eignarhaldsfélag MP banka um 15 milljónir króna í sumar. Það hafði brotið reglur um áhættuskuldbindingar tengdra aðila. Hafði farið í 126%, þótt bara sé heimilt að fara í 25%. 15 milljón króna sekt er greinilega of lág. Gunnar Andersen vill fá rýmkaða sektarheimild, segir 50 milljónir króna of lága upphæð. En hvers vegna notar hann ekki einu sinni þá upphæð? Óskin um rýmri heimildir virðist bara vera hefðbundin hræsni til að slá ryki í augu almennings. Orð og borð þurfa að fara saman.