Engu máli skiptir, þótt daglega sé dreginn fram nýr útlendingur, sem segir Íslendinga sárt leikna í samskiptum ríkja. Ekki þótt einn eða tveir slíkir komi vikulega fram í Silfri Egils. Samskipti ríkja fara ekki eftir strokum af því tagi. Erlendir ráðamenn segja bara, að Íslendingar verði að borga. Svo einfalt er það. Þeir kæra sig ekki um þjóð, sem ekki fylgir samningum. Og allra sízt dettur þeim í huga að ausa peningum í vænisjúka og þjóðrembda afneitara. Ef þeir fylgdust með umræðunni á Íslandi, yrðu þeir skelfingu lostnir. Sem betur fer vita þeir ekki hverjir eru Bjarni og Sigmundur Davíð.
