Nota bæði munnvikin

Punktar

Lífeyrissjóðir stéttarfélaga eiga mikinn hlut í fréttnæmum fyrirtækjum. Til dæmis 38% í Granda, sem sagði upp hundrað Skagamönnum til að flytja vinnslu austur á land. Lífeyrissjóðirnir eiga líka stóra hluti í fréttnæmum leigufélögum, sem raka að sér íbúðum og snarhækka leigu. Eiga líka stóra hluti í verzlunarkeðjum með matvæli, sem hækka verð, þótt krónan hækki. Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum hafa hag af gengissveiflum, vaxtahækkunum, okri á íbúðaleigu og lokun kvótagreifa á vinnslulínum. Verkalýðsrekendur heimta hærri laun með öðru munnvikinu og vinna að lægri kaupmætti með hinu munnvikinu. Þessu gerspillta kerfi þarf að bylta strax.