„Norska aðferðin“

Punktar

Hræddur er ég um, að Norðmenn yrðu ósáttir, ef þeir fréttu, að lögreglumenn á Íslandi telja fantabrögð á almenningi vera „norsku aðferðina“. Athygli hefur vakið myndband af fantabrögðum brjálaðs lögreglumanns, sem nýlega var dæmdur í Hæstarétti. Starfsbræður hans eru svo ókátir með dóminn, að stéttarfélag þeirra hefur ítrekað kvartað opinberlega. Það er uggvænlegt. Ekki bara ein lögga leikur lausum halda í skjóli „norsku aðferðarinnar“, heldur virðist stéttin í heild telja fantabrögð frambærileg. Þessi afstaða stéttarfélagsins styður það útbreidda sjónarmið, að almennt séu íslenzkir lögreglumenn á rangri hillu í lífinu.