Bandaríkjamenn eru hluti af menningarheimi, sem gerir ráð fyrir, að menn séu illir, einkum ef þeir hafa völd. Íslendingar eru hins vegar hluti af norrænum menningarheimi, sem gerir ráð fyrir, að menn séu góðir, einkum ef þeir hafa völd. Þess vegna höfum við afhent fjöregg frelsisins í hendur blýantsnagara, sem vaka yfir því, að ekkert af viti leki úr kerfinu inn í fjölmiðlana. Yfir þessu kerfi tróna Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Persónuvernd, sem passa, að sé eitthvað í ólagi í kerfinu, þá sé það samt allt í lagi, af því að það komist þó ekki í blöðin.
