Nordal er gift álverinu

Punktar

Ólöf Nordal er gift forstjóra Alcoa á Íslandi. Sem slík náði hún þingmennsku norðaustanlands fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Síðan hafa menn séð, að álverið á Reyðarfirði var ekki sú framtíð, sem kjósendur þar eystra væntu. Hún ætlar því að flytja sig frá sveitavarginum og bjóða sig fram í Reykjavík. Ólöf er ekki bara þingmaður Sjálfstæðisflokksins, heldur sérstakur vildarþingmaður Moggans, sem linnulaust birtir greinar hennar á leiðarasíðunni. Engum þingmanni hefur Mogginn hossað eins á kjörtímabilinu. En Ólöf er vanhæf til að setja lög í þágu útþenslu Alcoa til Húsavíkur.