Nonni og Manni lifa

Punktar

Þjóðverjar eru ótrúlega hlynntir Íslendingum. Létu bófa héðan hafa af sér hundruð milljarða og láta sig það engu skipta. Deutsche Bank fór illa út úr samskiptum við útrásarvíkinga, en ekkert situr eftir af sárindum. Örugglega er þetta að þakka kaþólska prestinum Jóni Sveinssyni, sem skrifaði bækurnar um Nonna og Manna. Endurminningar frá fagurri æsku í fögru landslagi hafa töfrað kynslóðir Þjóðverja, hverja á fætur annarri. Ég tók eftir þessu, er ég var í háskóla í Vestur-Berlín fyrir hálfri öld. Og tek enn eftir þessu í öllum samskiptum, sem ég þekki til. Munur er að hafa slíkan vin í nauð.