Nóg komið af gömlum köllum

Punktar

Hreinar línur eru komnar í framboð til forseta. Tveir frambjóðendur hafa allan þorra fylgisins, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Aðrir frambjóðendur hafa ekkert fylgi og geta því aflýst framboði nú þegar. Sama verður að segja um aðra, sem hafa legið undir feldi og eiga eftir að ákveða framboð. Margir hafa verið nefndir, en nú er ljóst, að einungis tveir eru útvaldir. Kosningarnar verða val milli Ólafs Ragnars og Þóru. Fyrir mér er valið einfalt, það er milli gamla og nýja Íslands. Fyrir mér rennur Ólafur Ragnar saman við Davíð Oddsson og aðra gamla kalla, sem ég hef heyrt nóg af.