Nöfn eru leyndó

Punktar

Allur þorri dóma á síðu Dómstólaráðs er falsaður. Strikuð hafa verið út nöfn dómþola, þar á meðal í nánast öllum ofbeldismálum. Þetta er spor í átt frá gegnsæi, höfuðmarkmiði lýðræðis. Opinberir aðilar feta sig frá lýðræði, eins og það hefur verið skilgreint í stjórnarskrám vestrænna ríkja í rúmar tvær aldir. Í staðinn feta þau sig inn í persónuvernd, þar sem sannleikur er leyndó og dómstólar eru herdómstólar. Í stað upplýsingafrelsis, sem barist var fyrir í byltingum og stjórnarskrám Bandaríkjanna 1787 og Frakklands 1791, er búið til nýtt frelsi dólga til að fá að vera í friði.