Nóbel gegn hnattvæðingu

Punktar

Bankastjórinn Muhammad Junus gagnrýndi hnattvæðinguna, þegar hann tók á sunnudaginn við nóbelsverðlaununum í hagfræði fyrir árið 2006. Hagfræði hnattvæðingar hefði búið til einvíða persónu, sem aðeins hugsaði um gróða. Einnig gagnrýndi hann óttann við hryðjuverk, sem hefur heltekið bandarísk stjórnvöld og komið í stað aðstoðar við þróunarlönd. Junus stofnaði Grameen bankann, sem hefur lánað 36 milljarða króna til smáfyrirtækja án þess að heimta tryggingar. Nú hefur bankinn 2200 útibú og gengur vel, þvert á hagfræði hnattvæðingarinnar.