Nítján eyður

Punktar

Nítján lokuð verzlunarpláss taldi ég á leið minni niður Laugarveg í gær. Í síðustu jólaös taldi ég þau einu sinni vera átta. Þetta segir mér þá sögu, að Laugavegur sé ógirnileg verzlunargata, enda er þar ekki hægt að fara úr einkabílnum undir þaki og ganga í búðir í friði fyrir regni og vindi. Fyrir nokkrum áratugum var talað um að byggja gegnsætt þak yfir Laugaveginn, en það reyndist hægara sagt en gert, svo að ekki varð úr verki. Laugavegurinn verður samt aldrei nothæf verzlunargata, fyrr en menn átta sig á, að fólk vill ekki verzla í úlpum, með hor í nös.