Niðursoðið á fésbók

Ferðir

Ég bloggaði á ferðum mínum um Íran, en komst hvorki á fésbók né tíst vegna ritskoðunar klerkanna. Gat því ekki fengið viðbrögð við efninu. Það getur haft sína galla að loka fyrir athugasemdir í bloggi. Þær fékk ég áður í fésbók. Til að bæta úr skák ætla ég að sáldra inn í fésbókina tilvísun á þessi nokkura daga gömlu blogg. Einkum til að gefa fólki færi á að segja álit sitt undir nafni. Slíkt skiptir mig máli, því að ég les alltaf athugasemdir nafngreindra. Jafnvel þótt ég svari þeim ekki, enda er ekki markmið mitt að vera í ritdeilum. Mér nægir, að allir fái að setja fram sína skoðun á umræðuefninu hverju sinni.