Niður með yfsilon

Fjölmiðlun

Enska er að ryðjast inn á íslenzkan markað í kjölfar hnattvæðingar. Það stafar af leti hinna hnattvæddu. Þeir lærðu upp á amerísku og vita ekki, að íslenzka er lipur. Hún hefur nútímalega setningafræði, svipaðra enskri. Hún á gott með að innbyrða nýyrði, sem ekki eru slettur. Undarlegar beygingar eru ekki fleiri eða skrítnari í íslenzku en í ensku. Ekkert bendir til, að íslenzka sé úrelt tungumál eða vanhæft í fjármálum og tækni. Ritmálið er hins vegar erfitt í skólum. Ef bókstafurinn yfislon væri afskaffaður, mundi vera auðveldara að læra íslenzku. Það væri gott innlegg í varnarstríðið.