Neyðarráð Landlæknis

Punktar

„Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt verður spítalinn að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við opinber eða einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem greiðandinn, ríkið, sér þörf fyrir.“

LANDLÆKNIR