NewSpeak frík-isstjórnarinnar

Punktar

Skyldi lánstraust barna minna batna, tæki ég erlent risalán? Ríkisstjórnin telur hag þjóðarinnar borgið, þegar hún tekur slíkt lán. Gerir það raunar ekki fyrir þjóðina, heldur fyrir bankana. Þeir eru forréttindastofnanir í samfélaginu. Leika lausum hala, þegar vel gengur, væla síðan út hjálp. Skyldi lánstraust barnanna batna, ef ég þrefaldaði yfirdrátt í bankanum? Það segir hagfræði stjórnvalda. Liðurinn “til ráðstöfunar” mundi verða fínn í heimabankanum. Það sendir “jákvæð skilaboð út í hagkerfið.” Í spuna og á NewSpeak ríkisstjórnarinnar væri allt slíkt rugl miklu meira en frábært.