Netárið 2007

Fjölmiðlun

Netárið 2007Árið 2007 var auðvitað ár internetsins eins og flest ár aldarinnar. Þetta var ár persónulegra fjölmiðla á internetinu, ár Facebook, sem fékk 15 milljarða dollara frá Microsoft. Þetta var ár farsímans, ár iPhone, sem breytti farsímanum í tölvu. Steve Jobs sýndi með iPhone, að framleiðendur farsíma höfðu verið úti að aka. Þetta var líka eitt af mörgum árum Google, sem að þessu sinni gaf út Android, opinn hugbúnað fyrir samskipti fólks. Hann fullnustar breytingu farsímans í tölvu. Við eigum í vændum opinn heim, þar sem ódýrt fjölmiðlunarfrelsi mun ríkja, ekki okur símfyrirtækjanna.