Náttúruhatrið

Punktar

Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir skera fjármagn til friðlýsinga niður í núll til að tryggja, að friðun minnki ekki svigrúm til virkjana. Því verður dráttur á friðlýsingu Látrabjargs, Flateyjar og Varmárósa. Stjórnin og flokkarnir tveir sauma líka að náttúruminjasafni til að takmarka náttúruvitund fólks. Nú síðast hefur safninu verið sparkað út á gaddinn. Þótt náttúruminjasafn sé nauðsynlegur gluggi að landinu fyrir erlenda ferðamenn, sem koma einkum vegna náttúrunnar. Flokkarnir tveir hata náttúruna, einkum Sjálfstæðis. Frá Birni Bjarnasyni til Illuga Gunnarssonar hafa menntaráðherrar flokksins hindrað náttúruminjasafn.