Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kvartaði um daginn um lélega frammistöðu Nató í Afganistan. Hann dró það að vísu til baka daginn eftir, þegar menn höfðu móðgazt. Raunar er bandalagið ekki til margra hluta nothæft, síðan Sovétríkin sáluðust. Bandaríkin hafa beitt því til óhæfuverka í Afganistan, en lítið hefur gengið. Bandalagið er þó drjúgt með sig af engu tilefni, segir ástandið batna. Talíbanar fara sínu fram um allt land, meira að segja í sjálfri höfuðborginni. Í vikunni réðust þeir þar á þekkt hótel og drápu m.a. norskan blaðamann. Atlantshafsbandalagið er á undanhaldi í Afganistan.