Nató og EBE í stríð

Punktar

Judy Dempsey fjallar í International Herald Tribune um ýfingar milli Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í stríðsmálum. Bæði samtökin hafa heri á sínum vegum og herstöðvar víða um Evrópu. Atlantshafsbandalagið hefur einnig komið sér fyrir í Afganistan til að létta á Bandaríkjunum, sem hafa farið offari í heimsvaldastefnu. Mörg ríki vilja færa stríðsmál yfir á Evrópusambandið, því að stjórnvöld efast um bandalagið við stríðsæst Bandaríkin, en annars staðar halda menn tryggð við Nató. Um leið er þetta barátta milli sjálfstæðrar Evrópu og Evrópu sem þjóns Bandaríkjanna.