Nálgunarbann á Hannes

Punktar

Háskólinn hefur sett takmarkað nálgunarbann á Hannes Hólmstein Gissurarson. Ákvörðunin var tekin, þegar sálfræðistofan Líf og sál skilaði skýrslu um samskiptavandann í stjórnmálafræði. Þar eru langvinnir samstarfsörðugleikar að mestu raktir til framgöngu og framkomu Hannesar Hólmsteins. Kennarar þar höfðu almennt kvartað um yfirgang hans. Gegn vilja hans var hann leystur undan stjórnunarskyldum. Í framhaldi fór hann til Bjarna Benediktssonar og kvartaði. Bað um að fá að selja ráðuneytinu skýrslu um erlend áhrif á hrunið. Var það auðsótt mál, enda apólógíur hans um sakleysi Davíðs orðnar frægar.