Naktir eins og keisarinn

Punktar

Sérfræðingar eru ekkert skárri en fólk er flest, fullir sérstöðu og fordóma.

1. Náttúrufræðingar og skógfræðingar deila um, hvort skuli eyða lúpínu með áburði eða eitri.

2. Lögfræðingar Alþingis spilla uppkasti þjóðarinnar að stjórnarskrá, draga úr upplýsingarétti almennings.

3. Verkfræðingar þykjast beizla sjálfbæran og endurnýjanlegan jarðhita. Samt eyðist orkan og hverfur á fáum áratugum. Og engin ráð finnast til að losna við loftmengun og affallsvatn.

Sérfræðingar eru naktir eins og keisarinn.