Í lagi er, að nafnlausir bloggarar safnist á svæði á borð við Barnaland. Brjóti þar allar reglur um velsæmi í málflutningi, svipað og þeir væru í heita pottinum. Það er bara hluti af málfrelsinu. Ef eigandi bloggveitu gerir meira fyrir bloggið, eykst ábyrgð hans. Dagblöðin hafa bloggveitur, sem birta nafnlaust blogg neðan við fréttir eða nafnlausar bloggtilvísanir við hlið þeirra. Þau hossa líka sumu nafnlausu bloggi sem gæðabloggi eða setja það á vinsældalista. Það er ljót iðja stóru blaðanna. Með fréttum, á gæðalistum og á öðrum hosslistum á aðeins að vera blogg með fullu nafni.
