Nafnlausar hótanir múslima

Fjölmiðlun

Morgunblaðið lokaði bloggsíðu, af því að þar birtist sannleikur um íslam. Músin í fjölmiðlaheiminum lét undan kvörtunum og hótunum um málsókn. Hrædda blaðið upplýsti ekki, hverjir kvörtuðu og hverjir hótuðu. Í öðrum fjölmiðli voru leiddar líkur að framtaki framámanna í hópi múslima. Við eigum rétt á að vita, hverjir kvörtuðu yfir sannleikanum. Og hverjir hótuðu að siga lögfræðingum á hann. Var það formaður félags múslima eða aðrir stjórnarmenn félagsins? Það gengur ekki, að dólgar vaði nafnlausir á skítugum skónum yfir grundvallarreglu vestræns nútíma: Að sannleikurinn geri okkur frjáls.