Næturvarzla og velferð

Punktar

Vestræn ríki taka yfirleitt að sér fleiri hlutverk en næturvarðarins, einkum velferðar. Upprunalega hlutverkið snýst mest um „libertarianism“, að vernda eignir auðgreifa gegn fólkinu og víkka svigrúm auðgreifa gegn ríkinu. Nýja hlutverkið felst mest í að vernda fólkið fyrir auknu svigrúmi auðgreifa. Bezt hefur það gengið á norðurlöndum, þar sem velferð er orðin vel skipulögð. Þar kom í ljós á allra síðustu árum, að ríkisrekstur er hagkvæmari í heilsu og menntun en pilsfaldarekstur á kostnað ríkisins, svo og einkarekstur. Sjónarmið auðgreifa og velferðar berjast um völdin og öld velferðar rís úr öskustónni.