Enn er stefnt að einkavinavæðingu banka, þótt fyrri tilraun hafi rústað fjárhag þjóðarinnar 2008. Sami skortur er á eftirliti. Forstjórar Fjármálaeftirlits og Bankasýslu eru beinlínis ráðnir til að vinna ekki vinnuna sína. Gæludýrin rotta sig saman í tvo hópa undir pilsfaldi stjórnarflokkanna og raula ástarljóð til lífeyrissjóðanna. Þeir eiga að fjármagna nýja sukkið á kostnað gamla fólksins. Einróma samþykkti alþingi rannsókn á síðasta bankahruni. Samt er enn ekki búið að skipa rannsóknarnefnd, sem átti að skila áliti fyrir tveim árum. Ríkisstjórn græðginnar hindrar, að upplýsingar trufli næsta megaþjófnað Íslandssögunnar.
