Næg ágreiningsefni

Punktar

Ef Hilary Rodham Clinton verður forseti Bandaríkjanna eftir tvö ár, verður stuðningur Bandaríkjanna við ofbeldishneigt Ísrael grimmari en nokkru sinni fyrr. Ögranir við Íran verða meiri en nokkru sinni fyrr. Clinton er gerólík manni sínum. Hún er hægri sinnaður demókrati eins og svo margir hinna nýju þingmanna flokksins. Þegar demókratar ná forsetanum, verður aukin áherzla á vernd í viðskiptum, sem veldur auknum núningi við þriðja heiminn og Evrópusambandið. Eina mikilvæga sviðið, þar sem vænta má aukins samstarfs yfir Atlantshafið, er umhverfisvernd.