Mýsnar leika sér

Punktar

Stjórnarandstaða Framsóknar magnast með hverjum deginum. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum heimtar aðgerðir til að koma böndum á græðgi bankanna. Og sjálfur forsætisráðherra er kominn á götuvígi verkalýðsins með Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi. Mestu máli skiptir þó, að Framsókn hefur stöðvað tilraun Sjálfstæðis til að taka þjóðarauðlindina af þjóðinni. Gæti bent til, að Framsókn sé að undirbúa stöðu fyrir alþingiskosningar á næsta leiti. Líklegar er Framsókn þó að sýna samstarfsflokknum í tvo heimana og þrýsta Bjarna Benediktssyni yfir í aukna undirgefni. Dagfarsprúðum þingmúsum flokksins er því leyft að leika sér.