Flugvöllur verður ekki reistur í Hólmsheiði vegna þoku. Ekki á Lönguskerjum vegna salts og sjávargangs. Ef hann verður fluttur frá Reykjavík, fer hann til Keflavíkurvallar, þar sem hann á auðvitað heima. Ef flugvöllurinn fer, verður bezt að breyta Vatnsmýrinni aftur í mýri. Notalegra er að hafa mýri og mýrafugla í Reykjavík en að reisa þar ráðgerða reglustrikubyggð. Enginn sjarmi er í hugmyndum á sýningu um blandaða byggð í Vatnsmýri. Og hvernig vilja menn flytja 12.000 manns til og frá henni? Eftir Miklubrautinni, sem þegar er stífluð? Órar byggðaþéttingar kosta alltaf dýr umferðarmannvirki.