Myndlistarlimbó

Punktar

Fólk kaupir listaverk, ef þau eru tvívíð og rétthyrnd, passa í veggpláss. Sveitarfélög kaupa listaverk, ef þau standa á stalli og hreyfast helzt ekki. Hvorir tveggja kaupa fyrst og fremst verk höfunda, sem hafa fengið viðurkenningu, til dæmis með því að deyja. Nútímamyndlist hefur í fjóra áratugi fengizt við allt annað, einkum uppákomur eðan gerninga, sem hvorki rúmast í rétthyrningi né á stalli. Frá þeim tíma hefur myndazt gjá milli myndlistarmanna og fólks. Engin listgrein hefur fjarlægzt fólk meira en myndlistin. Hún lifir í limbói fámenns hóps listamanna og listrýna.