Mýkja á stríð Íslands gegn Afganistan. Samkvæmt samkomulagi á síðasta degi Alþingis voru felld út ákvæði um hermennsku í lögum um friðargæzlu. Eftir standa ákvæði um borgaraleg verk og neyðaraðstoð. Þetta er í áttina. Það hjálpar þó ekki fólki, sem sent er til Afganistan til að styðja hernað Nató. Hersetnir heimamenn munu áfram réttilega líta á “friðargæzluliða” sem réttdræpa hermenn. Þingið lét líka undir höfuð leggjast að banna fjárstuðning Íslands við hernað og hernám Bandaríkjanna og nokkurra bjánaríkja í Írak. Sú aðstoð nemur tugum milljóna króna árlega. Hún er stríðsglæpur.
