Mýkt og taktur hrossa

Hestar

Oft hef ég hvatt hestamenn til að taka tæknina í sína þjónustu á hestamótum. Komnir eru til sögunnar öflugir og ódýrir nemar, sem festa má í hnakka. Þeir mæla til dæmis meðalfrávik frá beinni línu áfram á ferð hestsins. Til dæmis lóðrétt í höstu brokki eða lárétt í hliðarslætti í skeiði. Hvort tveggja er óþægilegt í ásetu. Þannig má gefa hesti mýktareinkunn. Einnig mæla nemar mismun í hófataki og finna þannig frávik frá hreinum fjórgangi eða tvígangi. Þannig má gefa hesti takteinkunn. Skemmst er frá því að segja, að aldrei hef ég fundið minnsta áhuga á að færa huglægt mat þannig yfir í vísindalegt mat.