Músin fæddist ekki

Punktar

Fjall stjórnarskrárnefndar flokkanna tók jóðsótt, en músin fæddist ekki. Vont er að finna leið milli þess sem þjóðin vill og þess sem pólitíkusarnir vilja. Hægri þingmenn eiga erfitt með að sætta sig við, að stuldur kvótagreifa á þjóðarauðlindinni verði tekinn aftur. Þeir vilja líka setja ýmsar skorður við þjóðaratkvæðagreiðslum. Margt fleira ber í milli. Málið var einfaldara hjá þjóðkjörna stjórnlagaráðinu. Enda kom þaðan svo góð tillaga að stjórnarskrá, að hagsmunatengdum þingmönnum féllust hendur. Málið var í fáti afhent þessari daufu stjórnarskrárnefnd, sem damlað hefur í heilt ár án sýnilegs árangurs.