München endurspiluð

Punktar

Að sumu leyti minnir staða Úkraínu á Tékkóslóvakíu 1938. Pútín leikur hlutverk Hitlers, mætir hverri eftirgjöf með nýjum kröfum. Merkel leikur hlutverk hins smáða Chamberlains, sem reynir að miðla málum. Sagnfræðilegur samanburður hefur samt takmarkað sönnunargildi. Enginn veit, hvað gerzt hefði, ef fundurinn í München hefði farið á annan veg. Angela Merkel þeytist austur og vestur um haf. Virðist eiga á hættu að einangrast á miðjunni. Að venju ofmeta Bandaríkin eigin hernaðargetu. Allt getur þetta því miður endað með kjarnorkustríði. Einbeitt siðblinda er illviðráðanleg í pólitík og þarna getur teflzt um örlög mannkyns.