Munaðarlausu málin

Punktar

Sem kjósandi pírata í síðustu kosningum reyni ég að gera mér grein fyrir stöðu flokksins núna. Flokkurinn stendur sig bezt allra flokka í málum, sem snerta upplýsingafrelsi og opinn aðgang að upplýsingum. Hann hefur líka pönkast meira en aðrir flokkar í að ýta fram stjórnarskránni, sem þjóðin samþykkti. Þetta eru tvö af mikilvægustu málum samfélagsins og hart að hafa ekki nema 10% fylgi út á þau. Birgitta hefur lítillega tjáð sig um þriðja stórmálið, fiskveiðikvótann. Í fjórða málinu, launum almennings, nægir ekki tillaga að þingsályktun. Ég held, að á sviði auðlindarentu og velferðar vanti flokk með öfluga frambjóðendur.