Mosfellsheiði

Frá Skeggjastöðum í Mosfellssveit um Mosfellsheiði í Jórukleif í Grafningi við Þingvallavatn.

Förum frá Skeggjastöðum eftir jeppaslóð suðsuðvestur að vestanverðu við Skyggni og Leirtjörn að þjóðvegi 36. Förum hundrað metra niður með þeim þjóðvegi og síðan inn á aðra jeppaslóð neðan við Seljabrekku í Mosfellssveit. Fylgjum jeppaslóðinni suðaustur að eyðibýlinu Bringum. Þaðan austur um Suðurmýrar og áfram austur Mosfellsheiði og tökum svo stefnu beint austur á norðurenda Sköflungs. Förum fyrir horn Sköflungs og þaðan austur á brún Jórukleifar. Förum niður Jórukleif að þjóðvegi 360 um Grafning.

17,9 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Stardalsleið, Svínaskarð, Mosfellssveit, Selkotsleið, Geldingatjörn, Illaklif, Kóngsvegur.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH